fimmtudagur, 24. janúar 2008

Ungir næmastir

Talað er um að ungliðar hafi staðið fyrir háværum mótmælum á pöllum ráðhússins í dag. Og fólk var misánægt með framgönguna og sumir gerðu lítið úr henni.

Þegar kanna á stöðu einhvers máls er almennt talið að réttasta myndin fáist með því að spyrja yngri kynslóðina (undir 25 eða 30 ára) af því hún sé ekki orðin samdauna ástandinu eins og þeir sem eldri eru.

Ætti kannski að hlusta meira á þetta fólk – sér það hlutina í réttlátara ljósi en við hin - eða eru þetta bara skrílslæti frekra ungliða?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aristóteles sagði fyrir rúmum 2000 árum að heimur versandi færi - og hafði miklar áhyggjur af ungviðinu. Unga fólkið hefur á hverjum tíma verið dæmt niður um deild af hinum eldri og vitrari. Þetta sama unga fólk mun eftir ca. 10-20 ár taka við markaðsdjobbunum, þjóðarskútunum, verðbréfamörkuðunum, rónabekkjunum, plássunum í kirkjugörðunum og hafa vit fyrir yngri kynslóðum. Það er samt alveg ótrúlega fyndið að sjá rétt rúmlega fertuga menn býsnast yfir unga slæma fólkinu.