fimmtudagur, 24. janúar 2008

Sama reiðin og sárindin en ..

Einlæg reiði og sárindi voru borin fram með þunga - af brúnaþungum borgarfulltrúum - af fulltrúum fyrri meirihluta við borgarstjórnarskiptin í dag.

Einurðin er augljós - og reiðin við það að verða stjórnlaus. Gífuryrðin notuð og ekkert til sparað, enda virðist fólkinu misboðið.

Þessi lýsing hefði einnig átt vel við í október s.l. þegar fyrri meirihlutinn sprakk. En þá voru sárindin og reiðin sjálfstæðismanna. Að öðru leyti er hamagangur borgarfulltrúanna líkur.

Helsti munurinn virðist vera á skipulagi ungliðahreyfinganna - þar virðast sjálfstæðismenn annað hvort vilja annan stíl - eða hreinlega vera eftirbátar vinstri flokkanna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Efirbátar? Það var ekki gott hljóðið í sjálfstæðismönnum, en þetta sem fram fór í dag á pöllum borgarstjórnar var þeim sem að því stóð til háborinnar skammar.

Guðmundur sagði...

Þetta er nú ekki sambærilegt Jón Garðar, sæll annars og góða kvöldið. Eins glögglega kom fram þá voru sjálfstæðismenn ákaflega klofnir um aðdragandann og það var helsta ástæða hvernig þetta fór. Af því má leiða að það hafi vafist fyrir mörgum hverju ætti að mótmæla. Binga eða sexmenningunum sem hættu að styðja Vilhjálm. Einnig hefur það komið fram að allmargir sjálfstæðismenn eru ekki sáttir nú sé litið til skoðanakönnunar og ummæla alþingismanna sjálfstæðismanna t.d. í morgunþáttum útvarps. Og vitað er að allnorkir sjálfstæðismenn voru á pöllunum í dag.
Að öllu þetta er ekki eins einfallt og þú stillir upp. En það breytir hins vegar ekki því að það voru mistök hjá þeim sem voru að mótmæla að fara inn með hrópum. Þau áttu að láta hávaðamótmælin úti duga.

Nafnlaus sagði...

SUS píurnar vilja ekki eiga á hættu að brjóta hælana undan skónum sínum í einhverjum "mótmælum." Það gildir líka um stelpurnar í SUS.