föstudagur, 25. janúar 2008

Þegar 50 verður 100

Það er alltaf gott þegar hlutabréfamarkaðir hætta að síga og byrja að reisa sig aftur – margir bíða sjálfsagt eftir því og líklega er stutt í það. En upplifunin verður hins vegar ekki sú sama fyrir alla.

Best verður þetta fyrir þá sem eru að kaupa um þessar mundir en þeir munu fara upp með vaxandi markaði og njóta ágætrar arðsemi reikna ég með á næstu árum.

Upplifunin er hins vegar allt önnur fyrir þá sem hafa átt – og eiga enn - hlutabréf frá því þau voru sem hæst í júlí s.l. sumar. Verðgildi þeirra hefur lækkað mikið – og sumra þeirra nálægt 50%!


Fyrir þá þarf markaðurinn að hækka um 100% áður en þeir byrja að njóta ávaxta - já, hann þarf að tvöfalda sig héðan af botninum til að hlutabréfaverð frá því í júlí s.l. nái sömu stöðu.


Ég reikna með að það taki ekki minna en 3 ár og líklega nær 5 til 7 árum.

Þolinmæðisverk sem sagt.

Engin ummæli: