laugardagur, 26. janúar 2008

Rífum ung ljót hús

Laugavegshúsin frægu - sem við borgarbúar höfum nú keypt sem um stórar glæsivillur á besta stað væri að ræða – hafa einungis unnið sér til frægðar að ná háum aldri. Útlit þeirra og ástand eða notkun s.l. áratugi skiptir ekki máli.

Ég legg því til að við leitum uppi ung ljót hús – sem nóg er af í borginni – og rífum þau sem fyrst svo koma megi í veg fyrir að þetta endurtaki sig síðar. Ekki er óhugsandi að þegar þau verða +100 ára, og við farin – að borgarfulltrúar þeirra tíma sjái sjarmann í aldrinum – þó að í okkar huga hafi þetta í rauninni verið hinir verstu kofar sem ekkert okkar vildi vita af.

Annars er Egill Helga með Laugavegshúsamálið á hreinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu nú ekki heldur seinn til að hvetja til slíkra athafna. Þetta hefur verið í tísku um nokkurn tíma hjá hinum nýríku og er víst mikið stundað og vinsælt sport á Seltjarnarnesi.