Síðustu tvö ár fyrri ríkisstjórnar einkenndust af hörðum opinberum átökum þar sem stjórnmálamenn gripu oft til gífuryrða til að lýsa öðrum stjórnmálamönnum. Frá myndun núverandi ríkisstjórnar hefur þetta snarbreyst, enda vinna nú saman helstu andstæðingar fyrri ára.
Og viti menn - hægt og rólega hverfa gífuryrðin – og fágun alþingis „virðist“ batna, hægt og rólega.
Í vetur hafa gífuryrðin hins vegar haldið áfram – og heldur færst í aukanna – í borgarstjórn Reykjavíkur. Nánast daglega klifa (sumir) borgarfulltrúar á orðum eins og „blekkingar, klækjabrögð, baktjaldarmakk og reykfyllt bakherbergi“ – og snúa sér svo við og segja að nauðsynlegt sé að auka virðingu stjórnmála.
Ég legg til að þeir byrji á eigin orðavali – hvernig eigum við hin að trúa því að stjórnmálin séu virðingarverð þegar þeir sem þar eru tönglast á því gangstæða.
Hver skyldi vera orðljótasti stjórnmálamaðurinn um þessar mundir ?
mánudagur, 28. janúar 2008
Virðing og orðljótir pólitíkusar
Ritaði
Jón Garðar
kl
11:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Björk Vilhelmsdóttir fær mitt atkvæði. Hún toppar Svandísi Svavarsdóttir að mínu mati en báðar tala þær niður til fólks þótt þeim takist að klæða yfirlýsingarnar í sparifötin.
„blekkingar, klækjabrögð, baktjaldarmakk og reykfyllt bakherbergi“
og þetta eru stjórnmálamennirnir sem tala um að þeir séu að standa vörð um lýðræðið, og séu að vinna baki brotnu fyrir fólkið og koma framm af heiðarleika og skynsemi??
svei mér þá, ég hlýt að hafa misskilið þetta illilega :)
ég hélt að meirihlutinn af þeim sem stunduðu BLEKKINGAR-KLÆKJABRÖGÐ (falleg orð fyrir LYGI HAAA?)og BAKTJALDAMAKK, væru á Hrauninu eða á leiðinni þangað!!!
spurning um hópferð þangað fyrir allt gengið??, ætli verði ekki að skipta því niður á borgarfulltrúa og alþingismenn??? (svona til að koma í veg fyrir slagsmál) Borgarstjórinn getur nú bara keyrt uppeftir sjálfur...
skemmtileg tilhugsun allavega :)
Sá allra orðljótasti hlýtur að vera Steingrímur J. Sigfússon. Engum hefur enn tekist að toppa skilgreininguna "gunga og drusla" yfir háttvirtan forsætisráðherra.
"Afturhaldskommatittur" var líka gott hjá Dabba Kóngi, en það var áður, minnir mig, í sambandi við Íraksvitleysuna en Steingrímur lét sína snilld flakka í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið.
Persónulega aðhyllist ég meira talsmáta ungu kynslóðarinnar, svosem "drullukunta", "brundsuga" og "boruserðir", þessum ágætu nýyrðum sem taumlaust hugarflug unga fólksins hefur gefið menningu okkar og sögu.
Svo má auðvitað ekki gleyma einni áhrifamestu móðgun sem komið hefur fram síðan í stóra teiknimyndamálinu, "skíttu í píkuna á þér", en uppruni hennar er talinn vera á meðal bænda undir A-Eyjafjöllum, þar sem slíkar upphrópanir þykja með afbrigðum gagnlegar í hvers kyns samskiptum við annað fólk.
Jonni, ertu hættur að bloga?
Jonni minn, ertu þarna?
Skrifa ummæli