Eina leiðtogaefni framsóknar sem líklegt var til að vinna flokkinn upp úr lægðinni yfirgefur nú skútuna - undan öfundarágangi eigin fólks.
Björn Ingi gerir það rétta í stöðunni þó það sé kannski ekki það auðveldasta.
Guðni Ágústsson hefði mátt sýna sambærilega takta þegar orrahríðin "samherjans" hófst í fjölmiðlun - í stað þess að kalla þetta "persónuleg átök" - hann valdi auðveldustu leiðina.
Líklega varð það Birni Inga erfiðast hve skjótan frama hann náði innan flokksins - þeir sem höfðu verið þar fyrir lengur - án árangurs - hafa aldrei geta sætt sig við það.
Til hamingju Björn Ingi - Guð hjálpi framsókn, og ekki veitir af.
fimmtudagur, 24. janúar 2008
Guð hjálpi framsókn
Ritaði
Jón Garðar
kl
08:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli