Markmið stjórnmálamanna er að komast til valda svo þeir geti hrint stefnumálum sínum í framkvæmd.
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni tókst það með ótrúlegum hætti á dögunum – taktleysi Ólafs F. Magnússonar gæti hins vegar gert þetta að máttlausum valdatíma sjálfstæðismanna i borginni.
Ólafur virðist hafa samið við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf sem einræðisherra og án nokkurs samráðs við sitt fólk. Hann virðist vera einn – aleinn!
Sé það raunin verður nýji meirihlutinn að æfa vel málamiðlunargírinn – eigi að koma einhverjum málum áleiðis – nema að það verði raunin, ekkert gerist, algjör stöðnun.
Þá er ég hræddur um að næstu kosningar verði sjálfstæðismönnum í borginni erfiðar – en Villi verður auðvitað farinn þá - svo kannski er honum alveg sama.
miðvikudagur, 23. janúar 2008
Taktleysi Ólafs
Ritaði
Jón Garðar
kl
17:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli