föstudagur, 18. janúar 2008

Burt með draslið.

Nú er maður að orðinn þreyttur á fréttum af erlendum aðilum sem koma hingað og berja lögreglumenn, nauðga konum ... já, og haga sér eins og við séum eitthvað til að troða á.

Landar þeirra hljóta að skammast sín og hörfa í gaupnir sér – ég efast t.d. um að margir Litháar gangi hnarreistir um Ísland með það þjóðerni á vörum sér þegar sori þeirrar þjóðar hefur minnt á vanþroska sinn.

Og hvað með þessa svokölluðu byggingaraðila, sem flytja óeðlin inn – eiga þeir ekki að bera einhverja ábyrgð?

Hvar er eiginlega beinið í þjóðinni – í stjórnvöldum – það virtist ekki skorta á beinið þegar verið var að eltast við nokkra vísa reikninga Jóns Ásgeirs – þá var krafturinn til og milljörðum varið í að hrekja þennan "hættulega" mann úr koti sínu. Er enginn til í að vakna?

Og á meðan þetta veður yfir okkur – og lögreglumenn berjast, að því er virðist einir (ekki er löggjafinn a.m.k. með þeim í liði), rífumst við um hvort sonur forstöðumanns opinberar stofnunar verði dómari út í landi – já, forgangsröðunin í lagi.

Sýnum nú úr hverju við erum gerð – við gátum það fyrir fiskinn (þorskastríðið) .. gerum það nú af myndarskap fyrir fólkið í landinu – og góða innflytjendur.

Hvar er metnaðurinn og krafturinn ?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr Heyr

Nafnlaus sagði...

Ég held að lögreglan viti vel um þennan vanda.

Nafnlaus sagði...

Þeir eru sendir heim strax eftir afplánun, þegar þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarleg brot.

Ertu að leggja til að meira verði gert?

Hvað segirðu um að brenna fólk bara á báli?

Nafnlaus sagði...

Skopskyn þitt er undarlegt Jón Garðar og mér sýnast ekki allir skilja það. - Daníel.

Nafnlaus sagði...

Vel mælt Jón Garðar. Hvernig væri allavega að byrja einhversstaðar? Ath að fólk sé hreint td. Kannski lágmark.
Er ekki full dramatískt að brenna fólk á báli Halli?

Nafnlaus sagði...

Það er ekki nóg að senda þetta hyski heim að afplánun lokinni.
Það ætti í fyrsta lagi ekki að hleypa mönnum hingað sem eru með langt sakaregistur í heimalandi sínu -ofbeldisglæpamenn, td.-
og í öðru lagi að framselja þá strax til afplánunar í heimalandinu.
Ótækt með öllu að íslensk fangelsi séu að hálfu full af útlendum glæpamönnum í hvíldar- hressingardvöl frá starfsemi sinni.