Útrás fyrirtækja hefur styrkt fyrirtækin og atvinnulífið í heild, fólkið glímir við nýjar ögranir og þroskamerki viðskiptalífsins vegna þessa eru augljós. Íslenskt viðskiptalíf er nú ekki eins einangrað og var og áhugi erlendra aðila á því – og landinu er meiri.
Er þetta leið sem stjórnmálaflokkar ættu að íhuga – t.d. sem aðdraganda ESB aðilar, fyrir þá sem það vilja? Þeir gætu runnið saman við systurflokk sinn t.d. á norðurlöndunum – og á Íslandi væri deild þess flokks – sem hugsanlega starfaði á öllum norðurlöndunum, evrópu eða einhverju öðru svæði.
Maður sér strax fyrir sér tvo flokka sem eiga sterka leið með erlendum systurflokkum – þ.e. Samfylking og Vinstri Grænir – VG vegna alþjóðlegar umhverfisvakningar og Ísland er klárlega í umræðunni víða um lönd hvað það varðar. VG menn yrðu líklega nokkuð áhrifamiklir í þannig fjöllandaflokki – komandi frá Íslandi. Samfylking er klárlega evrópuflokkur Íslands og virðist líða vel með þá þróun.
Og svo gæti þetta líka verið leið fyrir Framsókn til endurreisnar – Íslenska dreifbýlið er orðið of veikt til að duga sem bakhjarl þeirra – en víða í kringum okkur er blómlegt dreifbýli.
Einhvern veginn sér maður Sjálfstæðisflokkinn ekki fyrir sér í svona þróun – enda hafa þeir verið „kóngurinn“ hér svo lengi – og kannski er bara betra að vera stór í litlu landi en lítill í stóru landi.
Frjálslynda þarf varla að tala um – þeir vilja halda fólki frá landinu – og varla vilja þeir þá fara sjálfir.
En kannski er ekkert vit í þessu, eða kannski er þetta hreinlega ekki hægt – lýðræðisins vegna – eins furðulega og það hljómar.
miðvikudagur, 12. desember 2007
Útrás stjórnmálaflokka
Ritaði
Jón Garðar
kl
01:10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli