þriðjudagur, 11. desember 2007

Jón Ásgeir á fetinu

Allt góðir hlutir byrja einhvers staðar á einu litlu skrefi. Mikill árangur eða frammúrskarandi einstaklingur sprettur ekki fram fullskapaður án fyrirhafnar. Efi og kunnáttuleysi er óumflýjanlegur fylgifiskur þess og togstreyta er eitthvað sem komast þarf yfir - aftur og aftur. Oftast eru gerð mörg smá og stór mistök – sum sem hægt er að hlæja að seinna meir, önnur sem verða að mikilli lexíu.

Jón Ásgeir er einn af áhrifamestu mönnum smásölugeirans í Bretlandi og hefur verið sá áhrifamesti á Íslandi um árabil. Hann fæddist ekki svona, ekkert frekar en annað árangursríkt fólk.

Hann tók hins vegar eitt skref fyrst. Hvaða skref skyldi það hafa verið? Var það þegar þeir feðgar ákváðu að taka húsnæði í Skútuvoginum á leigu? Eða þegar þeir ákváðu að taka 1 milljón að láni til að geta opnað fyrstu búðina? Hversu óttasleginn skyldi hann hafa verið?

Hvaða ótti eða togstreyta sem fylgdi fyrsta skrefinu sá hann eftir á að allt gekk vel og það var í góðu lagi að láta slag standa – taka áhættu. Kannski gekk ekki allt eins og hann vildi en allt þokaðist í rétta átt.

Svo urðu skrefin stærri og fyrr en varði var hann orðin svo öruggur með sínar ákvarðanir að hann tekur risaskref (í okkar augum). Og stundum höldum við að hann hafi fæðst svona en það „eina“ sem hann gerði var í rauninni að taka litið risaskref þegar aðrir þorðu ekki. Og hann hélt áfram að stíga þessi skref á meðan aðrir gerðu ekkert. Þannig þjálfaði hann áhættusæknina og ákvarðanafærnina - og varð öruggari með skrefin eftir því sem þau stækkuðu.

Þannig “fæddist” einn áhrifamesti smásali á norðurlöndunum og í Bretlandi ... hægt og rólega.

Hvaða framtíðarrisar skyldu vera að stíga sín fyrstu skref í dag?

Engin ummæli: