miðvikudagur, 5. desember 2007

Gunnar Smári, komdu aftur!

Þegar maður skoðar afkomutölur íslenskra fyrirtækja á seinnihluta þessa árs – og hugleiðir þær sem væntanlegar eru í lok ársins – er ekki laust við að manni verði hugsað til þeirrar útreiðar sem Gunnar Smári Egilsson fékk fyrir rúmu ári vegna tapreksturs sem margfalda þarf nokkrum sinnum til að ná t.d. tapi FL Group – og það bara á einum ársfjórðungi.


Auðvitað var margt umdeilanlegt hjá Dagsbrún og gerð voru mistök – og tapið var þó nokkuð, Gunnar Smári hætti í ágúst 2006 og árið var neikvætt um 7 milljarða. En það gera öll fyrirtæki mistök eða taka áhættu sem ekki gengur upp, annars myndu þau ekki lenda í samdrætti eða taprekstri.


Sú orrahríð – sem eftir á að hyggja líkist helst viðskiptalegu einelti – var samt engu lík. Ekkert var nógu gott og öllum áformum var mætt af mikilli neikvæðni sem maður veltir auðvitað fyrir sér hvort hafi kannski haft meira með það að gera hvernig maður Gunnar Smári er – gagnrýninn og óheflaður húmoristi sem alltaf segir það sem honum finnst um allt og alla?


Kannski ætti einhver að kalla hann til aftur, hugmyndafræðinginn og frumkvöðulinn sem skaut Mogganum sjálfum aftur fyrir sig. Það geta ekki margir státað sig af því. Hann myndi að minnsta kosti ekki skera sig úr í íslensku viðskiptaumhverfi dagsins sem einkennist af samdrætti og taprekstri.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég tel það frekar absúrt að bera saman taprekstur FL Group og Dagsbrúnar. Það sem skiptir máli í samanburði fyrirtækja, og þar af afkomu þeirra, er að slíkt sé gert á "relative" grunni. Nokkrar leiðir eru færar þar, s.s. með kennitölum. Má þar kannski helst nefna P/E(verð/hagnaður) og EV/EBITDA (heildarvirði/rekstrarhagnaði fyrir afskriftir). Ég ætla nú ekki að leggjast í þann leiðangur að reyna galdra fram einhverja formúlureikninga en get þó bent á að 7 milljarða króna tap á 30-35 milljarða króna efnahagsreikning er nokkuð slæmur árangur "relative to" 27 milljarða tap á 350 milljarða efnahagsreikning.

Ég hef nú fátt slæmt um Gunnar Smára að segja, en eitt er ljóst. Hugmyndir hans um fyrirtækjarekstur rúmast hvorki innan hagfræðinnar né heilbrigðrar skynsemi. Í fyrsta lagi byggðist misskilningur GS á rekstri fyrirtækja að grunnforsenda verðmætasköpunar sé (ytri)vöxtur. Það er rangt. Vöxtur, sér í lagi ytri vöxtur sem GS lagði áherslu á, kallar á fjárfestingar, fjárfestingar kalla á fjármagn og fjármagnið kallar á ávöxtun í formi vaxta, arðs eða virðishækkunar á hlutafé. Ef slíkar fjárfestingar standa ekki undir ávöxtunarkröfu hluthafa má túlka það sem hagræna sóun á framlagi þeirra sem síðar munu leita annað með sitt fjármagn. Verra er ef fjárfestingarnar standa ekki heldur undir ávöxtunarkröfu lánadrottna því þá þarf að ganga á framlag hlutahafa sem á endanum þrýtur. Skuldsetning Dagsbrúnar stóð undir hvorugu, og hefði sennilega aldrei gert. Á tímibili var félagið svo bjagað af skuldsetningu, meira að segja skammtímaskuldsetningu sem nýtt var til langtímafjárfestinga, að veltufjárhlutfall félagsins var komið í 0,35 og eigið fjárhlutfall um 20%. Slíkt er ávísun á gjaldþrot þegar eftir er að taka tillit til þess að kostnaður vegna samþættingar mun verða sligandi vegna endurtekinna yfirtakna á rekstrarfélögum sem stjórnendur félagsins höfðu engan skilning á. Það má margt benda á í sambandi við fjármál þessara fyrirtækja sem GS hafði sennilega ekki hugsað til - t.a.m endurfjárfestingarþörf sem er gríðarleg í tæknigeiranum. GS er blaðamaður, góður sem slíkur en ég tel að skilningur hans á starfsemi Kögunar eða Securitas sé takmarkaður. Þar komum við aftur að stefnumótun Dagsbrúnar.

Sameining þessara fyrirtækja var sennilega gerð af öðrum hvötum heldur en umhyggju fyrir hagsmunum hluthafa. Vel þekkt vandamál innan hagfræðinnar er svokallaður umboðsvandi. Í fáum orðum, og kannski í tilviki GS, kjósa stjórnendur að hylla eigin hagsmunum frekar en hluthafa s.s. með því að upphefja sjálfa sig á stall stórforstjóra með endurteknum yfirtökum. Vel má vera að ég sé skammsýnn en ég sá ekki hagræðingu eða viðskiptalega "strategíu" í því að setja Kögun, þáverandi Norðurljós og Securitas undir sama hatt. Má vel vera að slíkt sé fyrir ofan minn skilning. Ég er ekki að væna GS um eitthvað misjafnt en það er án efa þrýstingur á stjórnendur íslenskra fyrirtækja að þeirra hross brokki jafn blítt og annarra þegar slagorðin eru útrás og vöxtur. Guð forði þeim þeim frá meðalmennskunni.

Dagsbrún fæddist andvana. Hugmyndin var í besti falli góð á pappír. Hugmyndafræðingurinn GS fór klárlega fram úr sér í þessu tilviki. Hann á að halda sig við ljósvakana þar sem hann er bestur enda, eins og þú segir, ákaflega skemmtilegur og öflugur fjölmiðlamaður. Það væri kannski ráð fyrir Árvak að ráð hann til sín og snúa þeim hnignandi pappír sem Morgunblaðið er 180°. Að endingu vill ég nú ekki meina að þessi langloka mín sé viðskiptalegt einelti, heldur borðliggjandi niðurstöður, sem "spin-off" Ara Edwalds hafa staðfest.

Annars er ég ánægður með pistlana þína!

Jón Garðar sagði...

Takk fyrir þetta - kærlega - og ég er vel ánægður með "ummælin" þín - svona af amatör að vera :)

Unknown sagði...

The Most Successful Sites for Crypto, Casino & Poker - Goyang
Goyang goyangfc.com Casino & Poker is titanium earrings one of the 바카라 사이트 most famous and well known crypto gambling sites, founded in 2012. febcasino.com They are popular wooricasinos.info because of their great