laugardagur, 24. nóvember 2007

Færeyingur besti forstjórinn?

Eitt meginmarkmiða fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkað er að sigra úrvalsvísitöluna eða að gengi þess hækki að minnsta kosti eins og úrvalsvísitalan. Úrvalsvítitalan sýnir, eins og við vitum, meðalþróun á markaðnum og því má segja að fyrirtæki sem hefur hækkað jafn mikið og úrvalsvísitalan sé meðalfyrirtæki á markaðnum þann tíma sem skoðaður er - sem þó er talið gott. Nú eru auðvitað ekki öll félög á markaði í úrvalsvítitölunni en væntanlega miða samt öll fyrirtæki þróun á verðmæti sínu við hana.Þegar 5 mestu hækkanir og lækkanir það sem af er árinu eru skoðaðar (mynd að ofan) sést að það er Færeyska fyrirtækið P/F Atlantic Petroleum (Wilhelm E. Petersen forstjóri) sem stingur öll önnur fyrirtæki af og markaðurinn metur 2,5 sinnum verðmætara en það var í upphafi ársins.

Bandarískur forstjóri (David Baker) stýrir hins vegar Flögu sem hefur lækkað mest frá áramótum en verðmæti þess er metið rúmlega helmingi minna en það var fyrir 11 mánuðum.


Athygli vekur hins vegar að aðeins eitt stjörnufyrirtækjanna íslensku (fjármálafyrirtækin) er á topp fimm listanum eða Landsbankinn. Þau hafa hins vegar hækkað verulega sé horft lengra aftur í tímann.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það sem er áhugaverðast í þessu er hið ósagða. Semsagt hver er lélagasti íslenski forstjórinn!!