þriðjudagur, 22. janúar 2008

Sprengdi Margrét meirihlutann?

Meirihluti í pólitík springur aldrei „af því bara“ – fyrir því eru alltaf ástæður. Þegar nýr meirihluta myndast núna á viðsnúningi F-listans er rétt að spyrja sig hvað hafi breyst frá því að F-listinn, að því er virtist, leiddi myndun fyrri meirihluta.

Jú, eitt breyttist klárlega - Ólafur kom í vinnuna.

Og kannski sá hann þar manneskju sem var mun fyrirferðarmeiri en hann gat sætt sig við og var kannski búin að ganga frá fullmörgum málum án Ólafs – já, kannski var bara of erfitt að sjá Margréti þarna.

Ólafur var kannski ekki eins mikill Guðfaðir „gamla“ meirihlutans og talað var um og kannski sagði Margrét (það var einmitt hún sem sagði það) Ólaf hafa verið Guðfaðirinn fyrir kurteisissakir, eins og stundum er gert þegar fólk er ekki haft með í ráðum en hefði í raun átt að vera með í ráðum.

Sprengdi Margrét því í raun „gamla“ meirihlutann með því að ofurselja heilindi hans – byggða á samstarfi fólks sem varla getur talað saman?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann sagði það sjálfur í viðtali. Notaði kannski ekki orðið guðfaðir, sagðist hafa hvatt til þess að nýr meiri hluti yrði búinn til.

Jón Garðar sagði...

Já mig minnir það líka - en voru ekki líka allir svolítið í því að gera hans hluta í mynduninni mikinn - fjölmiðlar meira að segja.

Spurningin um af hverju Ólafur gerir þetta stendur ennþá ósvöruð - og svarið er til, en Ólafur einn veit það.

Nafnlaus sagði...

Gott innlegg, Jón Garðar, varðandi þátt Margrétar í þessu öllu saman. Ég tel nefnilega að það sé heilmikið sannleikskorn í þessu.

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu en--Ert´ekki í lagi.

Nafnlaus sagði...

Dagur B Eggertsson lýsti því þannig í Kastljósi að Ólafur hefði fyrstur manna hringt í sig um vinstra meirihlutasamstarf og sagt við Dag að hann (Ólafur)væri fullsæmdur af því að ljúka sínum ferli sem forseti borgarstjórnar með Dag sem borgarstjóra - og hvatt Dag jafnframt til að gæta þess að Framsókn fengi nóg svo þeim væri ekki minnkun af.
- Og það varð úr...
- Þar til Ólafi bauðst meir „sæmd“ eða verða sjálfur borgarstjóri...