þriðjudagur, 8. janúar 2008

Sigurður Kári úti á túni

Í kastljósinu í kvöld lét Siguður Kári alþingismaður plata sig til að verja enn eina skírteinisráðninguna.

Ég sem hélt að Sigurður Kári væri sjálfstæðari og metnaðarfyllri en svo að færa það á borð fyrir þokkalega vel menntaða og upplýsta þjóð að ein af augljósari skírteinisráðningum síðari ára – sé það ekki og sé bara eðlileg.

Best væri að við hættum hráskinnaleiknum og ráðandi öfl fengju að ráða þá sem þeir vilja til að framfylgja sínum stefnumálum, sem í raun er kannski ekki svo vitlaust þegar að er gáð – en yrðu að taka þá með sér þegar þeir fara frá völdum.

Annars er maður alltaf jafn undrandi á að sjá vel menntað og reynslumikið fólk henda fram umsóknum í feitustu bitana – og verða svo hissa á því að fá ekki starfið.

Ráðningar í feitu bitana hjá hinu opinbera hafa því miður alltaf verið með þessum blænum – þó það sé auðvitað ekki alggilt – en það vekur gjarnan athygli þegar ráðamaður skipar í starf einhvern utan eigin flokks og fjölmiðlar og aðrir pólitíkusar keppast við að hrósa því sem því miður alltof sjaldan gerist.

Og hér virðist það vera aukaatriði hver flokkurinn er.

Engin ummæli: