mánudagur, 21. janúar 2008

Ómögulega Comebackið

Ég – líklega ásamt flestum öðrum – var búinn að afskrifa pólitískan feril Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Maður sem tapaði borginni á fáum mánuðum eftir langa bið virtist verða að skammaryrði í pólitíkinni – fáir vildu af honum vita og allir reiknuðu með hljóðlátu pólitísku andláti þótt maðurinn sjálfur héldi öðru fram.

Auðvitað var það stórsnjallt að sækja á veikasta hlekkinn í „gamla“ meirihlutanum – nema hvað.

Það eru engir venjulegir stjórnmálamenn sem koma svona til baka eins og Villi – og ég efast um að aðrir eigi eftir að leika þetta eftir.

Til hamingju með ómögulega combackið Vilhjálmur – vel gert!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já innilega til hamingju.
Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað sem kjósanda !
Þessi hrossakaup sem virðast vera aðal trendið í borgarmálum eru til skammar fyrir okkur borgarbúa og mun ég alvarlega úhuga að nýta ekki kosningarétt minn þegar kemur til kosninga næst.
Sorgleg staða.