miðvikudagur, 5. desember 2007

Want to be a millionaire?

Þessi skemmtilegu ummæli undir nafninu amatör voru gerð við færsluna mína um Landsbankann (eru reyndar færð undir FL umfjöllunina):

"Ætli ástæðan sé ekki bara helst að finna í því að Landsbankinn vann sína heimavinnu betur en hinir eftir árásir erlendra greiningardeilda á vormánuðum 2006 og er nú með miklu traustari fjármögnun en Kaupthing og Glitnir (þ.e. fjármagnar sig meir á innlánum) og því ekki eins næmur gagnvart því vaxtaálagi sem bankarnir þurfa sætta sig við á erlendum fjármagnsmörkuðum þegar endurfjármögnunar er þörf. Óvissan er því minni. Ennfremur má benda á að Glitnir var sennilega töluvert ofmetin áður en lausafjárkrísan skall á þar sem hann var með óréttlætanlega hátt P/B ratio (markaðsvirði/bókfærðu virði) með tilliti til hinna bankanna. Þetta hlutfall er oftast notað til að bera saman fjárfestingarfélög eða banka. Sömu sögu má segja um FL. Á sínum tíma þegar gengi FL Group var 29 kr. á hlut vildu sumir meina að mögulegt væri að "spegla" eignasafn FL og kaupa það á eigin spýtur á jafnvirði gengisins 21.

Ég vil þó taka fram að þetta eru spekúlasjónir sem ég, í anda FL Group, sel ekki dýrari en ég keypti.

Það er hins vegar gaman að rifja upp spakmæli, sem eiga vel við núna, sem milljarðamógullinn, frumkvöðullinn og sprelligosinn Charles Branson lét eitt sinn hafa eftir sér sem hljóðuðu eitthvað á þennan veg:

"Want to be a millionaire? Be a billionaire and buy an airline".

Góðar stundir
Brenndur fjárfestir"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En það leiðréttist þó hér með að maðurinn heitir Richard Branson en ekki Charles.