þriðjudagur, 4. desember 2007

Landsbankinn sér á parti

Bankarnir og FL Group eru málið á markaðnum í dag.
Landsbankinn er eina þungavigtarfyrirtækið í úrvalsvísitölunni með góðan vöxt á árinu eða yfir 40%. Það er athyglisvert út af fyrir sig og spurning hvers vegna hann nær að stinga sér svona fram úr hinum bönkunum?

FL Group byrjaði árið heldur betur en bankarnir og hafði um miðjan febrúar vaxið um 30% á meðan Landsbankinn hafði vaxið um 18%. Hrakfarir FL eru auðvitað öllum kunnar en athyglisvert er samt að sjá að þrátt fyrir tæplega 19% lækkun á árinu (m.v. 30. nóvember) þá hefur vöxtur í gengi félagsins á s.l. 16 mánuðum verið svipaður og hjá Kaupþingi.


Þróun á gengi FL Group s.l. 16 mánuði er því ekkert verulega frábrugðin öðrum fjármálafyrirtækjum – en gæti þó lækkað ennþá. Það sem hins vegar er frábrugðið er 32 milljarða tap þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs og auðvitað sú staðreynd að nú er búið að innleysa stóran hluta þess með sölunni á 8% í AMR – sem sumir segja að hafi ekki verið á besta tíma.

Stóra spurningin er hins vegar – af hverju er Landsbankinn að hækka svona umfram hina bankana?

Engin ummæli: