föstudagur, 14. desember 2007

Þeir síðustu verða fyrstir

Svíar ganga lengra en hin norðurlöndin hvað vinnurétt launþega varðar – þó fróðir menn segji mér að Finnar séu á svipuðum slóðum og þeir.

Til að láta starfsmann fara skilst mér að vinnuveitandi þurfi að sanna á hann brot í starfi – og verði að sýna fram á það. Hann þarf að veita honum áminningu og gefa honum tækifæri til að bæta sig. Teljist það sannað að starfsmaðurinn hafi „brotið af sér“ má segja honum upp – þ.e.a.s. án þess að því fylgi verulegar afleiðingar fyrir vinnuveitandann.


Auðvitað má vinnuveitandi segja starfsmanni upp en sé það ekki á afbrotaforsendum getur hann þurft að borga honum laun í allt að 24 mánuði. Jú, og svo má fyrirtæki auðvitað fækka starfsmönnum, t.d. ef það lendir í rekstrarerfiðleikum, en það þarf að borga þeim margra mánaða laun - og vinnuveitandi ræður ekki hverjir það eru sem fara - þeir sem hafa verið styðst í fyrirtækinu fara fyrstir út, óháð hæfni og frammistöðu.

Um daginn voru einhverjar vangaveltur um að íslenski vinnumarkaðurinn innleiddi eitthvað svipað – guð forði okkur frá því.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega! Þetta kemur verst niður á litlum fyrirtækjum með fáa starfsmenn. Ég held að það kerfi sem við höfum í dag sé nokkuð gott og sveigjanlegt og hefur gefið bæði fyrirtækjum og starfsmönnum ágætis svigrúm.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki gott að menn geta rekið af ástæðu lausu. Það er bara ekki gott og einhver ástæða fyrir því að mjög margar aðrar þjóðir hafa bannað það!

Nafnlaus sagði...

það er alveg nauðsynlegt að vera með sveigjanlegan vinnumarkað

og þar af leiðandi að fyrirtæki geti sagt stafsfólki upp án þess að þurfa að sanna það eða rökstyðja það mikið

mér finnst eðlilegt að þessar reglur séu fyrir opinber fyrirtæki en í einkafyrirtækjum eiga eigendur að ráða því alveg hverjir vinna hjá fyrirtækinu
það á ekki að þvinga fyrirtæki til að hafa einhvern starfmann í vinnu

Nafnlaus sagði...

"ekki gott að menn geta rekið af ástæðu lausu" ? ...jú það er gott eins og launþegar geta sagt upp starfi sínu af ástæðulausu.