föstudagur, 30. nóvember 2007

Lögmálin beygð

Mér skilst að árlegur innflutningur til landsins nemi sem svarar um 20 feta gámi á hvern Íslending. Hér hefur ríkt eftirspurnarástand á flestum mörkuðum um árabil, sem mörg fyrirtæki ráða illa við. Vörur eru rifnar út um leið og þær koma og oft seljast vörur upp.

Kannski er það ástæðan fyrir því að þjónusta margra fyrirtækja er léleg og fer versnandi. Í svona mikilli umfram eftirspurn minnkar nefnilega oft samkeppnin í raun og hvert og eitt okkar verður óþarfara - enda er alltaf nóg af öðrum kaupendum.


Lögmál framboðs og eftirspurnar virðist ekki virka hér, kannski svolítið eins og með stýrivexti Seðlabankans. Ef vextir hækka á sparnaður að aukast og ef verð vara hækka (eins og verið hefur) á eftirspurn að minnka. Það gerist hins vegar ekki hér – neyslan hefur völdin.


Ennþá að minnsta kosti - sumir segja að þetta sé að breytast.


Engin ummæli: